Körfubolti

Bauð upp á ótrúlega tölfræði 2.2.22

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Desmond Bane og Ja Morant eru í stórum hlutverkum hjá liði Memphis Grizzlies.
Desmond Bane og Ja Morant eru í stórum hlutverkum hjá liði Memphis Grizzlies. Getty/ Justin Ford

Tölfræði Desmond Bane í leik í NBA-deildinni í nótt var ekki merkileg en samt svo stórmerkileg.

Bane spilar með liðið Memphis Grizzlies og var að spila við New YorkKnicks í Madison Square Garden í New York.

Grizzlies liðið vann leikinn 120-108 og Bane var með 13 stig og 7 fráköst.

Menn voru hins vegar fljótir að benda á aðra tölfræði hjá kappanum í leiknum.

Bane spilar nefnilega í treyju númer 22 og hann var þarna að spila 2. febrúar 2022 eða 2.2.22.

Þessi 23 ára skotbakvörður var nefnilega neð 22,2 prósent skotnýtingu í leiknum auk þess að vera með 2 stoðsendingar, 2 stolna bolta, 2 villur og 2 tapaða bolta.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×