Fótbolti

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi.
Sverrir Ingi. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK þegar liðið vann öruggan sigur á Apollon Smyrnis í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Thomas Murg kom gestunum yfir eftir hálftíma leik og staðan var 0-1 alveg þar til í uppbótartíma þegar Jasmin Kurtic gulltryggði 0-2 sigur PAOK með marki úr vítaspyrnu.

Sverrir Ingi lék í hjarta varnarinnar hjá PAOK og nældi sér í gult spjald.

PAOK í 2.sæti grísku deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Olympiacos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×