Sport

Dagskráin í dag: Tvíhöfði í Subway og Blikar mæta Brentford

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stólanna bíður krefjandi verkefni.
Stólanna bíður krefjandi verkefni.

Það er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem fótbolti, körfubolti, rafíþróttir og golf er á meðal dagskrárefnis.

Körfuboltaunnendur geta legið í sófanum frá 17 og fram eftir kvöldi en Subway körfuboltakvöld kvenna er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 17:00 og í kjölfarið verða tveir leikir í Subway deild karla sýndir beint; Stjarnan-Þór Akureyri og Grindavík-Tindastóll.

Í kjölfarið taka svo Subway tilþrifin við.

Klukkan 19:25 hefst útsending frá leik Breiðabliks og B-liðs enska úrvalsdeildarliðsins í Atlantic Cup á Stöð 2 Sport 4.

Þetta og miklu meira á sportstöðvum Stöðvar 2 en sjá má alla sjónvarpsviðburði dagsins með því að smella á Stöð 2 merkið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×