Viðskipti innlent

Ellert stýrir fyrir­tækja­ráð­gjöf Land­sbankans

Atli Ísleifsson skrifar
Ellert Arnarson.
Ellert Arnarson. Landsbankinn

Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að Ellert hafi mikla og víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. 

„Á árunum 2013-2019 var hann verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA Capital Management en þar byggði hann m.a. upp og stýrði teymi á sviði sérhæfðra fjárfestinga sem bar ábyrgð á uppbyggingu nokkurra fyrirtækja og lánasafna. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Áður starfaði Ellert m.a. sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf fyrir Straum fjárfestingarbanka. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og m.a. haft umsjón með námskeiði um skuldabréf fyrir meistaranema í Viðskipta- og hagfræðideild skólans.

Ellert lauk B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann lauk M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2013 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×