Sport

Whitlock úr leik | Bráðabani hjá Duijvenbode og Koltsov

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einvígi kvöldsins.
Einvígi kvöldsins. vísir/Getty

Frábært kvöld að baki í Alexandra Palace þar sem boðið var upp á bráðabana og óvænt úrslit.

Nathan Aspinall lenti í verulegum vandræðum með landa sinn Joe Murnan í fyrsta einvígi kvöldsins en náði að lokum að snúa leiknum sér í vil og vinna 3-2 sigur eftir að hafa lent 1-2 undir.

Næstir á svið voru Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode og Rússinn Boris Koltsov og úr varð svakalega spennandi leikur þar sem Koltsov hafði yfirhöndina lengi vel.

Van Duijvenbode sigurstranglegri aðilinn og hann náði að vinna sig inn í leikinn aftur og fór að lokum svo að sá hollenski hafði sigur eftir bráðabana.

Í kjölfarið kom sísti leikur kvöldsins þar sem Kim Huybrechts lagði Steve Beaton 3-1 en þessir reynslumiklu kastarar voru báðir töluvert frá sínu besta.

Lokaeinvígi kvöldsins var svo á milli Simon Whitlock og Martijn Kleermaker þar sem sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og fleygði Whitlock úr keppni með 3-1 sigri en Kleermaker er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×