Erlent

Fresta geimgöngu vegna veikinda annars geimfarans

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Geimfarinn Mark Vande Hei glímir við minniháttar heilsuvandamál.
Geimfarinn Mark Vande Hei glímir við minniháttar heilsuvandamál. AP/NASA

Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað geimgöngu tveggja geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni vegna veikinda annars þeirra. Veikindin eru þó ekki sögð alvarleg.

Tilkynnt var um ákvörðunina í gær en geimgangann átti að eiga sér stað í dag. 

Til stóð að geimfararnir Mark Vande Hei og Akihiko Hoshide færu út og kæmu fyrir festingum fyrir nýja sólarvængi. Vande Hei er hins vegar sagður glíma við „minniháttar“ heilsuvanda og því verður verkinu frestað.

Talsmenn NASA segja það ekki munu koma að sök.

Vande Hei er 54 ára fyrrverandi ofursti og hefur verið í geimnum frá því í apríl. Þar verður hann að óbreyttu fram á vor en þetta er í annað sinn sem hann dvelur um borð í geimstöðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×