Fótbolti

Sóli átti „besta sumar lífs síns“ vegna Milan Baros

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sóli sat í EM-sófanum í gær ásamt Birni Braga Arnarssyni.
Sóli sat í EM-sófanum í gær ásamt Birni Braga Arnarssyni. Vísir/Stöð 2 Sport

Grínistinn Sólmundur Hólm var á meðal gesta í EM í dag eftir leik Englands og Úkraínu í gærkvöld þar sem hann valdi sína uppáhalds EM-minningu. Sóli er mikill Liverpool stuðningsmaður og valdi minningu tengda þeim rauðklæddu úr Bítlaborginni.

Milan Baros fór mikinn í liði Tékka á EM 2004 þar sem liðið komst óvænt áfram úr erfiðum riðli sem innihélt bæði Hollendinga og Þjóðverja, og féll naumlega úr keppni fyrir Grikkjum í undanúrslitum eftir silfurmark í framlengingu. Grikkir unnu síðar mótið.

„Ég held að það sé sennilega bara besta sumar lífs míns, eitt af þeim, það er sumarið 2004. Það er út af því, eins og núna, þá sá ég hverja einustu mínútu af mótinu. Af því að ég er náttúrulega fárveikur Liverpool-maður, og ég hef haldið mest með Englandi, eins og á HM 1998 þegar Owen var að brillera,“ sagði Sóli.

„Þarna horfði maður á leikmann tékkneska liðsins, Milan Baros, svoleiðis raða inn mörkunum - fimm mörk á mótinu, markahæsti maður,“

„Þessi tvö mörk á móti Danmörku, ég gleymi aldrei hvar ég var þarna, ég var heima hjá mér að horfa á þetta og þetta var bara ótrúlegt. Hann [Baros] var búinn að vera þarna í Liverpool síðan 2002 og maður beið eftir að þetta kæmi til okkar í Bítlaborgina, en kom nú aldrei sem er ótrúlega leiðinlega algengt, sérstaklega með strækera á stórmótum,“

„Útaf þessu móti hjá Milan Baros, þá átti ég gott sumar.“ sagði Sóli.

Að neðan má sjá Sólmund segja frá minningunni auk marka Milan Baros á EM 2004.

Klippa: Sóli um Baros



Fleiri fréttir

Sjá meira


×