Fótbolti

Fljótari en Mbappe og Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
AC fagnar þrumufleyg sínum gegn Rússum sem söng í netinu.
AC fagnar þrumufleyg sínum gegn Rússum sem söng í netinu. Stuart Franklin/Getty Images

Andreas Christiansen hefur verið algjörlega magnaður í vörn danska liðsins á Evrópumótinu í sumar en Danir eru komnir alla leið í undanúrslitin.

Danmörk vann í gær 2-1 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í Bakú en næst bíða Englendingar á þeirra heimavelli, Wembley, á miðvikudaginn kemur.

Ef marka má gögn UEFA þá er Andreas Christiansen, betur þekktur sem AC í heimalandinu, næst hraðasti leikmaður mótsins.

Hans hraðasti sprettur á mótinu var 33,3 kílómetrar á klukkustund og þar með hraðari en leikmenn á borð við Raheem Sterling og Kylian Mbappe, sem þykja ansi fljótir.

Marcus Rashford er eini leikmaðurinn í liðum Dana og Englands sem hefur átt hraðari sprett en AC á mótinu. Rashford hefur mælst með sprett 33,5 kílómetra á klukkustund.

Leikur Englands og Dana verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM á miðvikudaginn en flautað verður til leiks klukkan 19.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×