Fótbolti

„Með svarta beltið í að tala andstæðingana upp“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjulmand fékk hrós frá jaxlinum Stig Tøfting.
Hjulmand fékk hrós frá jaxlinum Stig Tøfting. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen

Stig Tøfting, einn af spekingum sjónvarpsstöðvarinnar TV3 Sport, segir að þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, Kasper Hjulmand, sé meistari í að tala andstæðinga sína upp.

Hjulmand hefur verið duglegur að hrósa komandi andstæðingum danska liðsins í fjölmiðlum og nú síðast sagði hann Tékka vera með frábært lið.

Tékkar eru einmitt mótherjar Dana í átta liða úrslitunum en liðin mætast í Baku á laugardaginn.

„Mér finnst Kasper Hjulmand svo góður þjálfari. Hann er góður í fjölmiðlum, hann er góður að taka fókusinn frá leikmönnunum og hann er með svarta beltið í að tala andstæðinganna upp,“ sagði Hjulmand í þætti TV3Sport í fyrrakvöld.

„Hann sagði að rússlenska liðið væri svo vanmetið. Wales hafði frábæra leikmenn og nú er Tékkland með frábært fótboltalið. Hann er góður í því að færa athyglina frá leikmönnunum.“

Tøfting segir að Hjulmand sé klókur.

„Þetta er gott hjá honum. Okkar starf er að segja einhverja hluti. Núna kemur hann og allir leikmennirnir og benda okkur á leik Tékklands gegn Belgíu í mars sem endaði 1-1. Þeir gleyma að þremur dögum síðar töpuðu þeir 1-0 fyrir Wales.“

„Fyrir mig er það mikilvægra að kíkja á hvernig Tékkland spilaði í gær, og gegn Englandi, og þegar ég kíki á leiki þeirra í riðlakeppninni var ég ekki hræddur eða stressaður fyrir að mæta.“

„Þegar ég sá leikinn þeirra gegn Hollandi þá get ég hins vegar séð að það getur verið erfitt að mæta þeim. Þeir eru líkamlega sterkir en rólegir. Við erum með lið sem eru betra en þeirra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×