Fótbolti

Marcelo þarf að vinna í kosningum og gæti misst af seinni leiknum gegn Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcelo á ferðinni í rigningunni í Alfredo di Stefano vellinum í Madríd í gær.
Marcelo á ferðinni í rigningunni í Alfredo di Stefano vellinum í Madríd í gær. getty/Oscar J. Barroso

Marcelo mun væntanlega missa af seinni leik Real Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem hann þarf að vinna í kosningum í Madríd.

Marcelo var valinn af handahófi til að vinna við kosningar í Madríd 4. maí, sama dag og Real Madrid ferðast til Lundúna. Seinni leikur Real Madrid og Chelsea fer fram á Stamford Bridge degi síðar.

Real Madrid reynir nú allt til að losa Marcelo undan störfum en hefur ekki haft árangur sem erfiði, allavega ekki ennþá. Ef undanþága fyrir Marcelo fæst ekki missir hann af leiknum eftir viku.

Venjulega væri ekki vandamál fyrir Marcelo að ferðast einn síns liðs á leikdag. En vegna kórónuveirufaraldursins þyrfti hann að ferðast með liðinu og vera í svokallaðri búbblu með því.

Marcelo var í byrjunarliði Real Madrid í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea í gær og bar fyrirliðabandið. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×