Fótbolti

Þjálfari Söru Bjarkar rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili var Jean-Luc Vasseur látinn fara frá Lyon.
Þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili var Jean-Luc Vasseur látinn fara frá Lyon. getty/Alejandro Rios

Lyon hefur sagt þjálfaranum Jean-Luc Vasseur upp störfum eftir að liðið komst ekki áfram í Meistaradeild Evrópu. Sonia Bompastor tekur við Lyon af Vasseur.

Lyon féll úr leik fyrir Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það hafði ekki gerst frá tímabilinu 2014-15.

Lyon ákvað því að skipta Vasseur út. Hann hafði stýrt liðinu síðan 2019. Hann gerði Lyon að þreföldum meisturum á síðasta tímabili.

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki leikið með Lyon að undanförnu og leikur ekki með liðinu næstu mánuðina þar sem hún er barnshafandi.

Bompastor er fyrrverandi leikmaður Lyon og hefur þjálfað yngri lið félagsins síðan hún lagði skóna á hilluna 2013. Hún lék 156 leiki fyrir franska landsliðið á árunum 2000-13 og skoraði átján mörk.

Hin fertuga Bompastor stýrir Lyon í fyrsta sinn gegn Íslendingaliðinu Le Havre á föstudaginn. Lyon er í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, einu stigi á eftir toppliði PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×