Innlent

Bein útsending: Eru íþróttir barna orðnar að keppni fullorðinna?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn ræðir málið í dag.
Sveinn ræðir málið í dag.

Sveinn Þorgeirsson, sérfræðingur við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um snemmbæra sérhæfingu í skipulögðum íþróttum, ávinning og nokkrar af þeim hættum sem fylgja ofuráherslu á slíka þjálfun í íþróttum barna.

Æskilegar áherslur í starfi verða ræddar og því velt upp hvað sé best að gera við rána sem var til umræðu fyrr í vetur í tengslum við körfuboltalið stúlkna sem vildu fá að keppa við stráka.

Á að hækka hana eða jafnvel lækka? Umfjöllunin á erindi við þjálfara, kennara, unglinga og ekki síst foreldra barna í íþróttum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×