Íslenski boltinn

Valur fær miðjumann frá liði Ólafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Køhler á að hjálpa Valsmönnum að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Christian Køhler á að hjálpa Valsmönnum að verja Íslandsmeistaratitilinn. getty/Jan Christensen

Danski miðjumaðurinn Christian Køhler er genginn í raðir Íslandsmeistara Vals.

Køhler kemur til Vals frá Esbjerg sem Ólafur Kristjánsson stýrir. Hann lék fjóra leiki með liðinu í dönsku B-deildinni á þessu tímabili.

Køhler, sem verður 25 ára 10. apríl, er uppalinn hjá Nordsjælland en hefur einnig leikið með Helsingør í heimalandinu og Trelleborg í Svíþjóð.

Christian Køhler gengur til liðs við Val!

Posted by Valur Fótbolti on Thursday, March 25, 2021

Auk Køhlers hefur Valur fengið þá Almarr Ormarsson, Arnór Smárason, Tryggva Hrafn Haraldsson og Johannes Vall til sín í vetur.

Valur vann Pepsi Max-deildina með talsverðum yfirburðum í fyrra og varð Íslandsmeistari í 23. sinn í sögu félagsins.

Valur á að mæta ÍA í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar á Origo-vellinum fimmtudaginn 22. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×