Innlent

Kanna hvort ný sprunga hafi myndast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Reykur yfir mögulegum nýjum gíg.
Reykur yfir mögulegum nýjum gíg. Ársól Arnardóttir

Vísindamenn kanna nú hvort ný sprunga hafi myndast á Reykjanesinu, um sjö kílómetra norðaustur af Keili.

Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður segir að tilkynning hafi borist frá flugmanni um sprunguna. 

Nú sé verið að skoða hvort að um nýja sprungu sé að ræða eða hvort um gamalt gufusvæði sé að ræða, sem sjáist betur nú þegar snjór er fallinn á jörðu.

Ársól Arnardóttir sendi okkur þetta myndband úr flugi yfir umrætt svæði í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×