Fótbolti

Markvörður skoraði úr sínum eigin vítateig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricardo Nunes getur sparkað boltanum langt og það sannaðist um helgina.
Ricardo Nunes getur sparkað boltanum langt og það sannaðist um helgina. Getty/Gualter Fatia/

Eitt af mörkum helgarinnar var skorað í leik í Portúgal þar sem einfalt útspark markvarðar breyttist í eitthvað svo miklu miklu meira.

Portúgalski markvörðurinn Ricardo Nunes átti eftirminnilegan dag um helgina því auk þess að halda markinu hreinu þá skoraði hann líka sérstakt mark.

Hinn 38 ára gamli Ricardo Nunes var nefnilega óvænt á skotskónum þegar lið hans Varzim vann 2-0 sigur á Mafra í b-deildinni í Portúgal.

Staðan var 1-0 í upphafi seinni hálfleiks þegar Ricardo Nunes var með boltann í höndunum í eigin vítateig. Nunes ætlaði væntanlega bara að sparka boltanum langt fram völlinn en hann gerði betur en það.

Knötturinn sveif langt inn á vallarhelming mótherjanna og skoppaði síðan yfir markvörð mótherjanna og í markið. Carlos Henriques í marki Mafra misreiknaði algjörlega skopp boltans.

Ricardo Nunes fagnaði markinu að sjálfsögðu af miklum krafti eins og sjá má hér fyrir neðan.

Ricardo Nunes lék í fjögur ár með Varzim í upphafi ferilsins en kom aftur til liðsins síðasta sumar eftir þrettán fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×