Fótbolti

Dort­mund nálgast Meistara­deildar­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn 16 ára gamli Youssoufa Moukoko fagnar marki sínu í dag.
Hinn 16 ára gamli Youssoufa Moukoko fagnar marki sínu í dag. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Borussia Dortmund vann torsóttan 2-0 sigur á Herthu Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Stjörnur Dortmundar-liðsins voru hljóðar í kvöld en sem betur fer stigu aðrir leikmenn upp. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það vængmaðurinn Julian Brandt sem kom heimamönnum yfir á 54. mínútu eftir undirbúning hins síunga Marco Reus.

Vladimir Darida fékk svo beint rautt spjald í liði Herthu þegar tíu mínútur lifðu leiks og í uppbótartíma gulltryggði táningurinn Youssoufa Moukoko sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 þökk sé marki hins 16 ára Moukoko undir lok leiks.

Dortmund er nú í 5. sæti deildarinnar með 42 stig. Eintracht Frankfurt er sæti ofar með 43 stig en á leik til góða. Wolfsburg er svo í 3. sæti með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×