Fótbolti

Ståle sendir sænska og danska knatt­spyrnu­sam­bandinu tóninn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle tók við norska landsliðinu af Lars Lagerback.
Ståle tók við norska landsliðinu af Lars Lagerback. Lars Ronbog/Getty

Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, er ekki sáttur við þær meldingar sem hafa komið frá sænska og danska knattspyrnusambandinu í aðdraganda HM í Katar á næsta ári.

Norska knattspyrnusambandið hefur verið ansi skýrt í sinni stefnu að það sé ansi mótfallið því að mótið fari fram í Katar. Þar sé illa farið með verkafólk, eins og kom fram í frétt Guardian fyrir alls ekki löngu.

Jesper Møller er formaður danska knattspyrnusambandsins og Karl-Erik Nilsson er formaður þess sænska. Þeir hafa talað í hringi um málið og við það er Ståle ekki sáttur.

„Mér finnst að samstaða norrænu og skandinavísku þjóðina sé of slöpp. Það ætti að vera meiri vigt í samstarfinu, sérstaklega því Jesper Møller og Karl Erik Nilsson sitja í stjórn UEFA,“ sagði Ståle.

„Þeir verða að vera skýrari. Báðir eru þeir mjög ólljósir er þeir tala um þetta. Þeir tala eins og stjórnmálamenn sem er nánast ögrandi.“

Karl-Erik Nilsson sagði í samtali við norska blaðið VG að þeir hafi farið einna fremst í því að gagnrýna aðstæðurnar í Katar en Jakob Høyer, fjölmiðlafulltrúi danska sambandsins, sagði að þeir myndu ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×