Innlent

Bein útsending: 112 dagurinn

Tinni Sveinsson skrifar
Í ár leggur 112 áherslu á ofbeldi gegn börnum og kynnir gátt á 112.is þar sem börn og fullorðnir geta átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.
Í ár leggur 112 áherslu á ofbeldi gegn börnum og kynnir gátt á 112.is þar sem börn og fullorðnir geta átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.

Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.

Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur.

Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar

Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru:

  • Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum.
  • Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu.

Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×