Íslenski boltinn

Sonur Heiðars Helgu­­sonar eftir­sóttur en sagður á leið í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oliver Heiðarsson rifti samningi sínum við Þrótt eftir að tímabilinu lauk og er nú á leið í Hafnarfjörð.
Oliver Heiðarsson rifti samningi sínum við Þrótt eftir að tímabilinu lauk og er nú á leið í Hafnarfjörð. mynd/þróttur

Oliver Heiðarsson, fyrrum leikmaður Þróttar, er að ganga í raðir FH í Pepsi Max deild karla. Vefmiðillinn 433.is greinir frá þessu.

433.is greinir frá því að mörg lið í efstu deild hafi verið á höttunum eftir framherjanum en hann sé búinn að velja FH.

Víkingur og Valur voru sögð á meðal þeirra liða sem voru á eftir Oliver en hann hefur leikið 24 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim fjögur mörk.

Hann spilaði nítján leiki með Þrótti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim fjögur mörk en Þróttur rétt slapp við fall eftir að mótið var blásið af.

Faðir Olivers er Heiðar Helguson. Heiðar spilaði 55 landsleiki og skoraði í þeim tólf mörk en hann á einnig atvinnumannaferil að baki í Englandi og Noregi, með til að mynda QPR og Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×