Íslenski boltinn

Ste­ve há­tíðar­dag­skrá á gaml­árs­dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, mætti í uppgjörsþátt Steve dagskrá og ræddi við þá Villa og Andra.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, mætti í uppgjörsþátt Steve dagskrá og ræddi við þá Villa og Andra. Stöð 2 Sport

Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, betur þekktir sem Steve dagskrá tvíeykið, loka knattspyrnuárinu á sinn einstaka hátt með skemmtilegu áramótauppgjöri á gamlársdag.

Hlaðvarpsþættirnir Steve dagskrá komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018. Þar fóru þeir bakkabræður Andri Geir og Vilhjálmur Freyr yfir liðin á mótinu ásamt því að fjalla um íslenska knattspyrnu á sinn einstaka hátt.

Ásamt því að fjalla um knattspyrnu hér á landi sem og Englandi síðan þá hafa þeir einnig farið ítarlega yfir skóbúnað knattspyrnumanna um heim allan sem og að skipatækjamaðurinn Vilhjálmur segir fréttir af því helsta sem er að gerast í sjávarútveginum.

Þeir færðu síðan út kvíarnar og var Steve dagskrá á dagskrá Stöðvar 2 Sport í sumar þar sem Andri og Villi fylgdust gaumgæfilega með íslenska boltanum og öllu því sem fram fór í kringum leikina. Gleðin var í fyrirrúmi og kostuleg atvik eins og þetta hér að neðan litu dagsins ljós.

Sjón er sögu ríkari.

Steve dagskrá lokar knattspyrnuárinu með frábæru áramótauppgjöri þar sem Heimir Guðjónsson – þjálfari Íslandsmeistara Vals – mætir til að mynda í viðtal og margt fleira. 

Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 14.00 á morgun, gamlársdag.

Klippa: Steve hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 14.00 á gamlársdag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×