Sport

Ís­lands­vinurinn, Portúgalinn geðugi og „sá sér­staki“ komnir á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose de Sousa kallar sig sá sérstaki (e. the special one). Hann hafði betur gegn Ross Smith í Alexandra Palace í kvöld.
Jose de Sousa kallar sig sá sérstaki (e. the special one). Hann hafði betur gegn Ross Smith í Alexandra Palace í kvöld. Kieran Cleeves/Getty

Þriðji dagurinn á heimsmeistaramótinu í pílu fór fram í dag en alls fóru átta leikir fram í Alexandra Palace í dag og í kvöld.

Fyrsti leikur dagsins var á milli Madars Razma frá Lettlandi og Toru Suzuki frá Japan en Madars hefur heimsótt Ísland og keppt á mótum hérlendis.

Madars var ekki í miklum vandræðum með Japanann og skellti honum 3-0. Hann er þar með  kominn áfram í 32 manna manna úrslitin.

Daryl Gurney og William O'Connor lentu í hörkuleik en þegar komið var í lokasettið afgreiddi Gurney Írann 3-0.

Sömu sögu má segja af leik Ryan Serley og Danny Lauby. Jafnt var 2-2 eftir fjögur sett en í síðasta settinu hafði Searle betur 3-1.

Portúgalinn geðugi, José de Sousa, rúllaði yfir Englendinginn Ross Smith en stærðfræðikunnáttan var ekkert að vefjast fyrir Portúgalanum í kvöld sem loksins vann leik á HM, í fjórðu tilraun.

Öll úrslit dagsins:

Madars Razma - Toru Suzuki 3-0

Mike De Decker - Edward Foulkes 0-3

Ryan Murray - Lourence Ilagan 3-1

Daryl Gurney - William O'Connor 3-2

Luke Woodhouse - Jamie Lewis 2-3

Ron Meulenkamp - Boris Krcmar 3-1

Ryan Searle - Danny Lauby 3-2

José de Sousa - Ross Smith 3-1


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×