Sport

Snæ­fríður Sól bætti eigið Ís­lands­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet í dag.
Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet í dag. Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti nýtt Íslandsmet í morgun á danska Meistaramótinu í 25 metra laug. Fer mótið fram í Helsingør í Danmörku þessa dagana.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands í dag.

Snæfríður Sól synti 200 metra skriðsund á tímanum 1:57.47 mínútu en gamla metið átti hún sjálf, 1:58.42. Snæfríður syndir svo í úrslitum mótsins síðar í dag. Hún er með besta tímann af þeim sem keppa til úrslita.

Strangar sóttvarnarreglur eru í Danmörku um þessar mundir, en undanþágur veittar fyrir afreksfólk og efstu deildir.

Danska sundsambandinu var veitt undanþága til að halda Danska meistaramótið og er mótið haldið samkvæmt ströngustu sóttvarnarreglum. Hverjum mótshluta verður skipt í smærri einingar, þar sem 30 keppendur verða inn í sundlauginni á sama tíma, og eingöngu keppt í einstaklings greinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×