Lífið

Birta hljóðupptöku af því þegar Tom Cruise sturlaðist á tökustað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Cruise við tökur í Feneyjum í lok nóvember. 
Tom Cruise við tökur í Feneyjum í lok nóvember.  Vísir/Getty Images/Samantha Zucchi

Stórstjarnan Tom Cruise var allt annað en sáttur við einstaklingsbundnar sóttvarnir samstarfsfólk síns á setti við tökur á sjöundu Mission: Impossible myndinni í London á dögunum.

Þá mun starfsfólkið hafa brotið sóttvarnarreglur og það oftar en einu sinni.

Cruise missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og hótaði að reka alla ef þetta héldi áfram að viðgangast.

Hann talaði um að það væri óvirðing við þá sem hafa misst atvinnu sína í bransanum vegna ástandsins að haga sér svona. Með framleiðslu á þessari kvikmynd væri verið að skapa mörg þúsund störf en ef fólk gæti ekki farið eftir leiðbeiningum yrði það rekið.

Hér að neðan má hlusta á upptökuna sem breski miðillinn The Sun birtir á YouTube-síðu sinni.

Tökum á kvikmyndinni var hætt í febrúar á þessu ári en hófust aftur í september. Myndin á að koma út 19. nóvember á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×