Sport

Dag­skráin í dag: Pílan heldur á­fram og stór­leikir á Ítalíu og Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman íbygginn á svip.
Koeman íbygginn á svip. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Það er nóg um að vera í evrópska fótboltanum í dag sem og að heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram. Ekki má gleyma GTS Iceland: Tier 1.

Tvær útsendingar eru frá heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Fyrri útsendingin er klukkan 11.45 en sú síðari hefst klukkan 18.00.

Það eru tveir stórleikir á Ítalíu. Juventus og Atalanta mætast klukkan 17.30. Þar mætast ítölsku meistararnir og eitt skemmtilegasta liðið á Ítalíu. Síðari leikur kvöldsins er svo Inter Milan og Napoli klukkan 19.45.

Það er einnig stórleikur á Spáni. Toppliðið Real Sociedad sækir Barcelona heim. Börsungar eru í áttunda sætinu með sautján stig en Real Sociedad eru á toppnum með 26 stig. Börsungar eiga þó tvo leiki til góða á Sociedad.

GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×