Lífið

One Direction stjarna með tónleika í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Liam Payne, Louis Tomlinson, Niall Horan og Harry Styles mynda bandið One Direction en Tomlinson sem er hér næst lengst til vinstri kemur fram í Reykjavík 18. ágúst. 
Liam Payne, Louis Tomlinson, Niall Horan og Harry Styles mynda bandið One Direction en Tomlinson sem er hér næst lengst til vinstri kemur fram í Reykjavík 18. ágúst.  Vísir/Getty

Tónlistarmaðurinn og meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, Louis Tomlinson mun koma fram á tónleikum í Valsheimilinu þann 18. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik, sem standa fyrir viðburðinum.

Tomlinson er einn af fjórum meðlimum One Direction sem er án efa ein vinsælasta strákasveit sögunnar og eru aðdáendur þeirra margar milljónir út um allan heim.

Tomlinson er einn helsti lagahöfundurinn í hljómsveitinni. Lög sem hann hefur samið eru t.d. Midnight Memories, Perfect og History. Með hljómsveitinni One Direction hefur Louis selt meira ein 100 milljón plötur og fengið fjöldann allan af verðlaunum, þar á meðal sjö Brit verðlaun og 28 Teen Choice verðlaun.

Louis hefur nýverið gefið út sína fyrstu sólóplötu, Walls, sem hefur verið streymt yfir 60 milljón sinnum á Spotify. Í heildina hefur lögum frá sólóferli Louis verið streymt yfir milljarð sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×