Fótbolti

Aron og Heimir færast nær botninum í Katar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslendingaliðið í Katar er í botnbaráttu
Íslendingaliðið í Katar er í botnbaráttu vísir/Getty

Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni með sínum liðum víða um heim í dag.

Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni þegar Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF höfðu betur gegn Horsens. Jón Dagur lék fyrstu 80 mínúturnar fyrir AGF á meðan Kjartan Henry Finnbogason spilaði fyrstu 60 mínúturnar fyrir Horsens en Ágúst Hlynsson sat allan tímann á varamannabekk Horsens.

Í Noregi komu Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson báðir við sögu í 1-1 jafntefli Sandefjord og Odd. Emil hóf leik en Viðar Ari kom inn af bekknum á 59.mínútu. Sandefjord siglir lygnan sjó um miðja deild fyrir lokaumferðina.

Í Grikklandi spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn þegar lið hans, PAOK, tapaði 1-0 fyrir Aris.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Al Arabi þegar liðið beið lægri hlut fyrir Al Duhail í Katar. Brasilíumaðurinn Edmilson Junior gerði bæði mörk Al Duhail í 2-0 sigri.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir níu leiki.

Fyrr í dag spilaði Alfreð Finnbogason síðustu 20 mínúturnar þegar Augsburg gerði 2-2 jafntefli við Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×