Innlent

Veiran fannst í þremur skólum

Birgir Olgeirsson skrifar
Hagaskóli er í vesturbæ Reykjavíkur. 
Hagaskóli er í vesturbæ Reykjavíkur.  Vísir/Vilhelm

Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. 

Frá þessu var fyrst greint á vef Ríkisútvarpsins.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Vísi um það bil 200 nemendur Hagaskóli verði í fjarnámi næstu daga vegna kennara sem eru komnir í sóttkví.

„Þetta sýnir okkur það að þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Vissulega eru þetta vonbrigði en þessi staða var viðbúin á meðan veiran er enn í samfélaginu. Við vonum að hún hafi ekki náð að breiða úr sér í þessum hópi,“ segir Helgi.

Röskunin á skólastarfinu ætti þó ekki að verða of mikil að hans sögn því nú nálgist jólafrí og þá hægist alla jafna á starfinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×