Sport

Borðar ekki í tólf tíma fyrir útsendingu á NFL RedZone

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Hanson á rauða dreglinum en hann er stórstjarna í NFL-heiminum eftir frammistöðu sína í RedZone þáttunum.
Scott Hanson á rauða dreglinum en hann er stórstjarna í NFL-heiminum eftir frammistöðu sína í RedZone þáttunum. Getty/Rich Graessle

Scott Hanson er með lausan samning eftir þetta tímabil en það eru örugglega allir aðdáendur NFL RedZone sem vilja sjá hann halda áfram.

Flestir ef ekki allir NFL aðdáendur þekkja NFL RedZone stöðina og þá um leið umsjónarmann hennar Scott Hanson.

Scott Hanson hefur stýrt henni frá upphafi og stjórnaði sínum tvö hundraðasta þætti á dögunum.

NFL RedZone er í gangi á sunnudögum sýnir það sem er að gerast í öllum leikjum á sama tíma. Hanson hoppar þá með áhorfendur á milli leikja og sýnir snertimörk og góðar (eða slæmar) sóknir um leið og þær gerast.

Þær gerast ekki mikið lengri sjónvarpsútsendingarnar en þessir sunnudagar hjá Scott Hanson því hann stýrir þættinum samfleytt í sjö klukkutíma. Það eru engar auglýsingar leyfðar og það eru leikir í gangi allan tímann.

Scott Hanson er nú orðinn 49 ára gamall og hefur heldur betur skapað sér nafn með því að vera eini stjórnandi NFL RedZone í sögunni. Hann vill halda áfram og gera nýjan samning og það ætti ekki að vera nein ástæða fyrir því að hann fá nýjan samning.

Það er ekki auðvelt að standa í sjö klukkutíma og lýsa því sem fram fer. Hann getur ekki farið á klósettið því þá gæti eitthvað rosalegt gerst á meðan.

Scott Hanson hefur því vanann á því að borða ekki í tólf tíma fyrir útsendingu og hann drekkur líka ekkert til þess að þurfa ekki að fara að pissa á meðan útsendingunni stendur.

Hanson drekkur heldur ekki kaffi eða aðra orkudrykki á meðan þessari löngu útsendingu stendur. Það gerir það kannski enn merkilegra að hann geti haldið út í sjö klukkutíma samfellt.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×