Innlent

Ára­móta­brennur úr sögunni þetta árið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá áramótabrennu í Kópavogi.
Frá áramótabrennu í Kópavogi. Vilhelm/Einkasafn

Áramótabrennur eru úr sögunni þetta árið, ef marka má reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum sem birt var í dag.

Í reglugerðinni, sem tekur gildi á fimmtudag og gildir til 12. janúar, er þess sérstaklega getið að ekki sé heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, „svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 21.00.“

Þannig virðist endanlega loku fyrir það skotið að halda áramótabrennur á landinu á gamlárskvöld – sem og þrettándabrennur þann 6. janúar.

Lögregla á Austurlandi hafði þegar beint því til sveitarfélaga í landshlutanum að halda ekki áramótabrennur þessi áramótin af sóttvarnaástæðum.

Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju reglunum sem taka gildi á fimmtudag. Þá verður skemmtistöðum og krám áfram gert að hafa lokað á tímabilinu en opnunartími veitingastaða verður lengdur, til klukkan 22 á kvöldin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×