Lífið

Of gróft til að sýna í sjónvarpi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur Jóhann og Sveppi fóru yfir eldheit mál í þættinum Burning Questions. 
Pétur Jóhann og Sveppi fóru yfir eldheit mál í þættinum Burning Questions. 

Egill Ploder er farinn af stað á nýjan leik með þættina Burning Questions og núna í hlaðvarpsformi.

Að þessu sinni mættu þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson og ræddu um þau atriði sem þóttu of gróf fyrir fyrir sjónvarp í draumaþáttunum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2.

Sveppi og Pétur halda úti hlaðvarpinu Beint í bílinn og Beint í húsbílinn á Podify.is.

Eitt atriði í Asíska drauminum var til að mynda ekki við hæfi á Stöð 2 og var það tekið upp á kúrukaffihúsi sem eru þekkt fyrirbæri í Japan.

„Það er ekkert kynlíf í gangi en ef þú ert einmana þá getur þú farið þangað og kúrað,“ segir Pétur.

Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum en Burning Questions eru aðgengilegir í heild sinni á podify.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×