Fótbolti

Solskjær viðurkennir að hann hefði kannski átt að taka Fred af velli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalski dómarinn Daniele Orsato gefur Fred gul spjaldið í fyrri hálfleik gegn Paris Saint-Germain. Hann fékk annað gult í seinni hálfleik og þar með rautt.
Ítalski dómarinn Daniele Orsato gefur Fred gul spjaldið í fyrri hálfleik gegn Paris Saint-Germain. Hann fékk annað gult í seinni hálfleik og þar með rautt. getty/Martin Rickett

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að hann hefði kannski átt að taka Fred af velli í hálfleik í leiknum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fred var stálheppinn að fá aðeins gult spjald þegar hann skallaði Leandro Parades í fyrri hálfleik í leiknum á Old Trafford. Hann slapp ekki jafn vel þegar hann tæklaði Ander Herrera á 70. mínútu, skömmu eftir að PSG komst í 1-2. Brassinn fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„Hann var heppinn að haldast inni á vellinum. Dómarinn gerði mistök þar en það er leyfilegt,“ sagði Solskjær aðspurður um fyrra gula spjaldið sem Fred fékk.

„Hann lék vel en vegna ákvörðunarinnar sem dómarinn tók hugsar þú kannski til baka og segir að þú hefðir átt að taka hann af velli. En frammistaðan kallaði ekki á að hann yrði tekinn af velli.“

Solskjær segir að seinna gula spjaldið sem Fred fékk hafi ekki verið réttmætt.

„Þetta var ekki brot. Fred var agaður í seinni hálfleik. Ég bað hann um að fara varlega og hann gerði það,“ sagði Solskjær.

United þarf að fá stig gegn RB Leipzig á útivelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar til að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar. United vann fyrri leikinn gegn Leipzig, 5-0.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×