Innlent

Brúarfoss væntanlegur til landsins í næstu viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Brúarfoss við bryggju í Rotterdam.
Brúarfoss við bryggju í Rotterdam. Eimskip

Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað.

Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið.

Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn.

Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip

Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga.

Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær.

Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×