Innlent

Mælir með kennaratyggjó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jörð skalf í Hveragerði fyrr í kvöld.
Jörð skalf í Hveragerði fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm

Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar.

Hveragerðisbær

„Vegna skjálftanna í kvöld, staðsetningar þeirra og stærðar, þá grunar mig að þeir tengist niðudælingu á jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun í nýtt niðurdælingasvæði Orku náttúrunnar við Lakahnúka, á milli Gráuhnúka og Hverahlíðar. Þessi niðurdæling hófst þann 27. október,“ segir Aldís.

Hún segist hafa verið í samskiptum við starfsmenn Orku náttúrunnar og verið sé að kanna hvort tengsl séu þarna á milli.

En Aldís lumar líka á góðum ráðum.

„Kennaratyggjó, kæru vinir, undir öllum skrautmunum og þá þarf mikið til að þeir fari af stað. Svo eru hjólaborð tær snilld, þau rúlla bara eftir gólfinu en hrista ekki af sér munina!“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×