Lífið

Stærðarinnar krókódíll á vappi á golfvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Krókódíll

Myndband sem náðist af stærðarinnar krókódíl á göngu á golfvelli í Flórída í vikunni hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Sá lét óveður á svæðinu ekki á sig fá en talið er að hann sé minnst þrír metrar að lengd.

Krókódílar eru ekki sjaldgæfir í Flórída en þessi hefur notið mikillar athygli vegna stæðar sinnar og útlits. Hann þykir líkjast risaeðlu.

„Mér finnst myndbandið í rauninni ekki gera dýrinu nægilega góð skil,“ sagði Tyler Stolting, sem tók myndbandið. „Hann leit út fyrir að eiga heima í Jurrassic Park.“

Stolting sagði héraðsmiðlinum KGET News einnig að fólk sem hann hafi rætt við í Valencia golfklúbbnum hafi lengi vitað af krókódílnum á svæðinu og hann sé kallaður Al.

Fyrir rúmum fjórum árum vakti annar og stærri krókódíll athygli þegar hann sást einnig spóka sig á golfvelli í Flórída. Sá var talinn vera allt að fimm metrar að lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×