Lífið

Óborganlegt atvik þegar smokkar og smjör komu við sögu á tónleikum Jógvan og Friðriks

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það vakti athygli undir lok síðasta árs þegar nafn Friðriks Ómars kom fram í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar. Óþarfi er að rekja það mál frekar ef frá er talinn anginn sem snýr að söngvaranum.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.

Friðrik tók ummælunum ekki illa eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.

Á dögunum birti Friðrik Ómar myndband frá jólatónleikum sínum Heima um jólin sem fram fóru í Hofi á Akureyri fyrir síðustu jól þar sem þeir Jógvan Hansen gerðu grín að atvikinu.

Þar söng Jógvan: „Hrærum það saman og höfuð það gaman með smokka og smjör.“

Friðrik stöðvaði þá flutninginn og úr varð mjög skemmtilegt samtal þeirra á milli eins og sjá má hér að neðan.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×