Fótbolti

Íslensku strákarnir juku aftur forskotið á lið Lars Lagerbäck

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kveðjustund hjá Lars Lagerbäck á EM 2016. Heimir Hallgrímsson tók þá einn við liðinu.
Kveðjustund hjá Lars Lagerbäck á EM 2016. Heimir Hallgrímsson tók þá einn við liðinu. vísir/vilhelm
Ísland er í 36. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun.

Íslenska liðið lækkar um eitt sæti á FIFA-listanum að þessu sinni en Norðmenn fara niður um þrjú sæti og eru nú í 50. sæti.

Íslensku strákarnir juku þar með forskot sitt á landslið Lars Lagerbäck á öðrum listanum í röð en nú munar fjórtán sætum á landsliðum þjóðanna. Það munaði tólf sætum á júnílistanum og tíu sætum í apríl.

Íslenska landsliðið var heilum 39 sætum á undan Noregi á listanum í júlí í fyrra en munurinn fór niður í 9 sæti á síðustu tveimur listum ársins 2018. Lars Lagerbäck var á góðri leið með að ná íslenska landsliðinu.

Gott gengi íslenska landsliðsins á undanförnu hefur séð til þess að munurinn er aftur að aukast.





Belgía er áfram í efsta sæti FIFA-listans en Brasilíumenn eru komnir upp í annað sætið. Kólumbía (5. sæti) og Argentína (10. sæti) komust bæði inn á topp tíu en í staðinn duttu Sviss (11. sæti) og Danmörk (13. sæti) niður fyrir tíunda sætið.

Afríkumeistarar Alsír náði hæsta stökkinu en þeir fara upp um 28 sæti og eru nú í 40. sæti. Þeir eru samt enn fjórum sætum á eftir Íslandi.

Forskot Íslands á norska landsliðið á FIFA-listanum

Júlí 2019: +14 (36. Ísland - 50. Noregur)

Júní 2019: +12 (35. Ísland - 47. Noregur)

Apríl 2019: +10 (40. Ísland - 50. Noregur)

Febrúar 2019: +10 (38. Ísland - 48. Noregur)

Desember 2018: +9 (37. Ísland - 46. Noregur)

Nóvember 2018: +9 (37. Ísland - 46. Noregur)

Október 2018: +12 (36. Ísland - 48. Noregur)

September 2018: +16 (36. Ísland - 42. Noregur)

Ágúst 2018: +21 (32. Ísland - 53. Noregur)

Júlí 2018: +39 (22. Ísland - 61. Noregur)

Júní 2018: +31 (22. Ísland - 53. Noregur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×