Sport

Eygló Ósk vann fyrsta gull Íslands á Smáþjóðaleikunum 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir vann eina gull Íslands á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi sem hófust í gær.

Ísland vann alls sex verðlaun á fyrsta degi eða eitt gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland var í 6. sæti á verðlaunlistanum en Lúxemborg var efst með 6 gull og 17 verðlaun en Mónakó fékk 5 gill og 16 verðlaun á degi eitt.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann sigur í 200 metra baksundi en hún vann að vinna þessa grein á fjórðu Smáþjóðaleikunum í röð eftir að hafa unnið hana einnig í Lúxemborg 2013, á Íslandi 2015 og í San Marínó 2017.

Eygló hefur alls unnið fimmtán gullverðlaun á Smáþjóðaleikum.

Ísland vann ein önnur verðlaun í sundinu eða bronsverðlaun í 4x100 metra boðsundi karla. Sveitina skipuðu þeir Kristinn Þórarinsson, Kristófer Sigurðsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Dadó Fenrir Jasminuson.

Íslensku keppendurnir unnu til fernra verðlauna í einstaklingskeppninni í júdó. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein. Alexander Heiðarsson, Árni Lund og Þór Davíðsson unnu allir til bronsverðlauna í sínum flokkum.

Hér fyrir neðan má sjá Eygló Ósk Gústafsdóttur á verðlaunapalli fyrir 200 metra baksundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×