Erlent

Til­kynnt um mikinn reyk á norskum olíu­bor­palli

Atli Ísleifsson skrifar
Snorre B er að finna um 150 kilómetrum frá Florø.
Snorre B er að finna um 150 kilómetrum frá Florø. Equinor
Mikinn reyk leggur nú frá norskum olíu- og gasborpalli undan ströndum Noregs. Frá þessu greinir talsmaður norsku lögreglunnar í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Þyrlur og björgunarskip hafa verið send á staðinn, en talsmaður Equinor segist ekki telja nauðsynlegt á þessu stigi máls að rýma pallinn.

Norska ríkisolíufyrirtækið Equinor, áður Statoil, segir í tilkynningu að alls séu 120 manns á pallinum.

Borpallurinn nefnist Snorre B og er að finna um 150 kílómetrum frá Florø. Pallurinn var tekinn í gagnið árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×