Chelsea í bílstjórasætinu eftir hörmuleg mistök De Gea

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea eftir að hafa fengið markið á sig.
De Gea eftir að hafa fengið markið á sig. vísir/getty
Chelsea er með pálmann í höndunum hvað varðar Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð eftir að Chelsea og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli á Old Trafford í dag.

Það var ljóst fyrir leikinn að United þyrfti nauðsynlega á þremur stigum að halda á meðan Chelsea gat sætt sig við eitt stig.

Mikill ferskleiki var yfir United liðinu í upphafi leiksins og þeir komust yfir eftir frábæra sókn á elleftu mínútu. Romelu Lukaku vippaði boltanum á Luke Shaw sem kom boltanum á Juan Mata en Mata kláraði færið vel.

Chelsea hafði ekki átt mörg marktækifæri er þeir jöfnuðu á 43. mínútu. Antonio Rudiger þrumaði þá boltanum að löngu færi og skotið virtist auðvelt fyrir David de Gea sem missti boltann hins vegar út í teiginn þar sem Marcus Alonso kom eins og gammur og skoraði.

Allt jafnt í hálfleik og var baráttan mikil í síðari hálfleik en ekki var mikið um opið marktækifæri. Í uppbótartíma fékk United sitt besta færi en skalli Marcus Rojo var bjargað á línunni af Pedro.

Lokatölur urðu 1-1 og er Chelsea því í fjórða sætinu með 68 stig en United er í sjötta sætinu með 65 stig. Tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira