Enski boltinn

„Van Dijk besti varnarmaður sem ég hef séð í búningi Liverpool“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk í leik með Liverpool gegn Huddersfield á föstudagskvöldið.
Van Dijk í leik með Liverpool gegn Huddersfield á föstudagskvöldið. vísir/getty
Dominic King, blaðamaður Daily Mail, segir að Virgil van Dijk sé besti varnarmaður sem hann hefur séð í búningi félagsins. Þetta sagði hann í þættinum Sunday Supplement á Sky Sports.

Van Dijk var á dögunum valinn í lið ársins á Englandi og er talið að hann verði kosinn leikmaður ársins sem verður tilkynnt síðar í mánuðinum.

„Hann er besti varnarmaður Liverpool sem ég hef séð. Hann gerir aldrei mistök. Ég ólst upp við Mark Lawrenson og Alan Hansen en ég kann að meta van Dijk,“ sagði Dominic.

„Gegn Cardiff í síðustu viku tók hann Oumar Niasse úr leiknum. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Niasse fékk boltann og Van Dijk virtist líta á hann: Komdu, hvað ertu að fara gera. Sekúndu síðar var hann kominn með boltann.“

„Ég veit að hann hefur ekki verið lengi hjá Liverpool en þú getur séð nú þegar hversu mikilvægur hann er. Hann er leiðtogi á vellinum og þetta er ekki bara að hann er besti miðvörðurinn í deildinni heldur gerir hann leikmennina í kringum sig einnig betri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×