Enski boltinn

Solskjær: Ekki De Gea að kenna að við töpuðum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær þakkar stuðningsmönnum United eftir leikinn í kvöld.
Solskjær þakkar stuðningsmönnum United eftir leikinn í kvöld. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það sé ekki David de Gea, markverði liðsins, að kenna að liðið hafi einungis gert jafntefli gegn Chelsea í dag.

United komst yfir eftir frábært samspil en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Marcus Alonso eftir mistök Spánverjans í markinu.

„Okkur fannst eins og við hefðum þurft að vinna þennan leik. Strákarnir byrjuðu vel og sköpuðu færi. Við komumst yfir en í síðari hálfleik náðum við ekki okkar gæðum og hraða í leikinn,“ sagði Norðmaðurinn í leikslok.

„Þetta var góður fótboltaleikur. Bæði lið hefðu getað unnið leikinn en jafntefli voru væntanlega sanngjörn úrslit. Þeir eru væntanlega ánægðari með jafntefli en við.“

„Þetta er einn af þessum dögum og við þurfum að vinna næstu tvo leiki. Þú veist ekki hvar stigin tapast,“ bætti Solskjær við sem hefur enn trú á verkefninu.

David de Gea hefur verið duglegur við það að gera mistök á síðustu vikum en Solskjær segir að það hafi aldrei komið til greina að skella Spánverjanum á bekkinn.

„David hefur verið frábær markvörður hjá félaginu og viðbrögð hans eftir City leikinn voru góð. Ég treysti honum. Hann veit að hann átti að gera betur í markinu þeirra en þetta er einn af þessum hlutum.“

„Það er enginn möguleiki að einhver geti kennt honum að við töpuðum þessum stigum. Honum líkar að spila þessa leiki og ég mun spjalla við hann og hann mun koma sterkari til baka,“ sagði Solskjær. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×