Innlent

Enginn getur tekið sér lögregluvald

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir
„Auð­vitað getur enginn tekið sér lög­reglu­vald sem ekki hefur lög­reglu­vald,“ segir Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfa­dóttir, ráð­herra ferða­mála, ný­sköpunar og iðnaðar og starfandi dóms­mála­ráð­herra, um fram­göngu tveggja manna á fundi Sjálf­stæðis­fé­laganna í Kópa­vogi um þriðja orku­pakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælis­leit­endur stóðu upp og kröfðu Þór­dísi um svör vegna stöðu hælisleit­enda á Ís­landi.

Þegar hælis­leit­endurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir ó­ein­kennis­klæddir menn upp, gripu í hælis­leit­endurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lög­reglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk.

Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæjar­stjóri Kópa­vogs og fundar­stjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lög­regluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lög­reglan. Hann sagði í kjöl­far fundarins að mennirnir væru fyrr­verandi lög­reglu­þjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins.

„Þarna komu upp að­stæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti ein­hvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þór­dís Kol­brún í Silfrinu í gærmorgun.

„Þetta var ó­þægi­legt og lög­reglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá ein­hvern veginn lög­reglu­menn í búningum og grípa til að­gerða á ein­hverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lög­reglu­vald taki sér það.

„Auð­vitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×