Enski boltinn

Blaðamennirnir ekki sammála leikmönnunum og völdu frekar Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling fagnar marki.
Raheem Sterling fagnar marki. AP/Mike Egerton
Raheem Sterling var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum fótboltablaðamanna í Englandi en kjörið var gert opinbert í morgun.

Blaðamennirnir eru því ekki sammála leikmönnunum ensku úrvalsdeildarinnar sem kusu Liverpool-manninn Virgil van Dijk bestan. Hollenski miðvörðurinn fékk verðlaunin sín afhent í gær.

Raheem Sterling var aftur á móti kosinn besti ungu leikmaðurinn af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en þeir sem fjalla um deildina þótti hann standa sig betur en Virgil van Dijk.





Virgil van Dijk var annar í kjöri blaðamannanna en það hefur stefnt í það í nokkurn tíma að valið stæði á milli þessara ólíku en frábæru leikmanna.

Raheem Sterling hefur átt frábært tímabil með Manchester City liðinu sem komst aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Raheem Sterling er með 17 mörk og 12 stoðsendingar í 32 leikjum með City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Manchester City vann í raun tvöfalt í kjörinu því Nikita Parris var kosin best í kvennadeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×