City niðurlægði Schalke

Anton Ingi skrifar
vísir/Getty
Manchester City gerði sér lítið fyrir og niðurlægði Schalke í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lokatölur 7-0 og samanlagt 10-2!

Fyrri leikur liðanna var hörkuleikur í Þýskalandi þar sem City fór með sigur af hólmi, 3-2, og flestir bjuggust við flottum leik á Etihad leikvanginum í kvöld.

Það tók nokkurn tíma að skora fyrsta markið en það kom eftir 35 mínútur er Sergio Aguero skoraði úr vítaspyrnu. Aguero bætti við öðru marki þrem mínútum síðar og Leroy Sane skoraði þriðja mark City þremur mínútum fyrir leikslok.





Sane að skora þar gegn sínum gömlu félögum og einvígið einfaldlega afgreitt á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Lærisveinar Pep Guardiola voru þó ekki hættir og stigu bara á bensíngjöfina í síðari hálfleik.

Raheem Sterling skoraði fjórða markið á 56. mínútu og fimmtán mínútum síðar var röðin komin að Bernardo Silva. Phil Foden og Gabriel Jesus bættu við sitthvoru markinu áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0. Rosalegar tölur.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira