Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Um sannkallaðan nágrannaslag að ræða enda ekki ýkja margir kílómetrar á milli liðanna í Bítlaborginni.

Mikill hraði var í leiknum í upphafi leiks og stefndi allt í fjörugan leik. Eitthvað var þó minna um marktækifæri en Mohamed Salah fékk ágætis skotfæri í fyrri hálfleiknum en Jordan Pickford varði skot hans auðveldlega.

Þegar á leið dró úr hraðanum í leiknum og ekki jókst fjörið við það. Fór að lokum svo að ekkert mark var skorað í fremur tíðindalitlum nágrannaslag.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju Everton.

Liverpool tókst því ekki að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er nú með einu stigi minna en Manchester City. Everton eftir sem áður í 10.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira