Körfubolti

Jóhann hættir með Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann hefur starfað við þjálfun síðan 2009 en ætlar nú að taka sér hlé
Jóhann hefur starfað við þjálfun síðan 2009 en ætlar nú að taka sér hlé vísir/daníel
Jóhann Þór Ólafsson hættir sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild karla þegar tímabilinu líkur. Þetta tilkynnti félagið nú í kvöld.

Jóhann hefur þjálfað Grindavík síðustu fjögur ár og segir í tilkynningunni að hann hafi ákveðið að taka sér frí frá þjálfun. Hann kom Grindavík í úrslitaeinvígið í Domino's deildinni árið 2017 þar sem liðið tapaði fyrir KR.

„Um leið og við þökkum Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins viljum við árétta að það er stefna allra sem að liðinu koma að klára þetta tímabil með sæmd,“ sagði í tilkynningunni.

Grindavík er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni, er með 16 stig líkt og ÍR og Haukar í 7.- 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×