Fótbolti

Brotist inn hjá Mane á meðan hann spilaði við Bayern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru Mane
Óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru Mane vísir/epa
Miðvikudagskvöldið fer seint í sögubækurnar hjá Sadio Mane. Hann þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli við Bayern München í Meistaradeildinni og þegar heim var komið hafði verið brotist inn í hús hans.

BBC greinir frá því að brotist hafi verið inn til Mane á meðan leik Liverpool og Bayern stóð. Á meðal þess sem þjófurinn hafði á brott með sér eru úr, farsímar og bíllyklar.

Lögreglan á Merseyside hefur kallað eftir vitnum að málinu jafnframt sem biðlað hefur verið til þjófsins, eða þjófanna, að skila þýfinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mane lendir í slíku, en í nóvember 2017 var brotist inn til hans og aftur var hann að spila Meistaradeildarleik á meðan á innbrotinu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×