Handbolti

Seinni bylgjan: Það er allt vont við þetta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
ÍBV fór með ótrúlegan sigur á Aftureldingu eftir svakalegar lokamínútur í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla um helgina.

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru vel yfir lokasókn Aftureldingar í leiknum þar sem Mosfellingar hefðu getað siglt jafntefli heim.

Boltinn barst út í hornið til Júlíusar Þóris Stefánssonar, sem fór inn úr erfiðu færi og hitti ekki, Eyjamenn fengu boltann, sóttu víti og skoruðu sigurmarkið.

„Það er svo lítið eftir. Þeir hefðu getað spilað allar sendingarnar sínar og endað með jafntefli,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Línumaðurinn er dauðafrír fyrir miðju marki.“

„Það er allt vont við þetta,“ tók Logi Geirsson undir.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Háspenna í Eyjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×