Handbolti

Valur aftur á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lovísa var markahæst hjá Val í kvöld.
Lovísa var markahæst hjá Val í kvöld. vísir/bára
Valur er áfram á toppi Olís-deildarinnar eftir að hafa rúllað yfir lánlaust lið Selfoss í íþróttahúsinu Iðu í kvöld, 30-17.

Þær misstu það um stund eftir að Fram hafði betur gegn Stjörnunni í háspennuleik en nú eru þær rauðklæddu aftur komnar á toppinn

Valur skomst fljótlega í góða forystu og voru sjö mörkum yfir í leikhlé, 14-7. Eftirleikurinn reyndist toppliðinu auðveldur og munurinn endaði í þrettán mörkum.

Lovísa Thompson gerði sjö mörk fyrir toppliðið sem er með eins stigs forskot á Fram en Ragnhildur Edda Þórðardóttir bætti við fimm.

Í botnliði Selfoss var það Ída Bjarklind Magnúsdóttir sem var markahæst með fjögur mörk en Selfoss er í verulega vondum málum á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×