Lífið

Davíð Þór vann Hörpuverðlaunin fyrir Kona fer í stríð

Samúel Karl Ólason skrifar
Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, og Davíð Þór Jónsson.
Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, og Davíð Þór Jónsson. Sendiráð Íslands í Berlín
Davíð Þór Jónsson, tónskáld, fékk í dag Hörpuverðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni Kona fer í stríð. Verðlaunin eru norræn kvikmyndatónskáldaverðlaun sem afhent voru á norrænum kvikmyndatónlistardögum í sendiráðum Norðurlanda í Berlín. Kvikmyndatónlistardagarnir eru haldnir í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem kallast Berlinale.

Sendiráð Íslands í Berlín deildi fregnum af sigri Davíðs á Facebook í kvöld.

Þetta er í níunda sinn sem Hörpuverðlaunin eru veitt en Daníel Bjarnason vann þau í fyrra fyrir tónlistina í Undir trénu.

Þeir sem voru tilnefndir í ár, auk Davíðs, voru Jonas Struck fyrir QEDA – Man Divided, Timo Hietala fyrir Laugh or Die, Ola Fløttum fyrir Thelma og Johan Testad fyrir Goliat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×